Síðasta umferð OLÍS deildar kvenna fór fram í gær. Þá mætti Fram liði Vals á Hlíðarenda, en Valur hefði þegar tryggt sér Deildarmeistaratitilinn og Fram var öruggt með annað sætið í deildinni þannig að það var að litlu að keppa nema stoltinu.
Fram byrjað leikinn betur og var fyrr til að skora og náði smátt og smátt að byggja upp forskot sem var orðið sex mörk í hálfleik, 10 – 16 fyrir Fram. Þetta forskot náðist vegna góðs varnarleiks, hraðaupphlaupa og markvörslu hjá Söru Sif.
Þetta forskot hélst nokkurn vegin fram í miðjan seinni hálfleik en þá fór Valur að saxa á forskotið sem var komið niður í eitt mark 21 – 22 þegar um 10 mínútur voru eftir. Fram náði hins vegar að auka muninn aftur og vann að lokum sigur 23 – 27.
Mjög góður sigur á liði Vals.
Vörninn var að standa sig mjög vel í leiknum og markvarslan var í það heila góð. Sara Sif mjög fín í fyrri hálfleik og Erla Rós kom sterk inn í lokinn.
Sóknarleikurinn gekk oft á tíðum ágætlega, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Eins og fyrr segir flottur leikur og góður sigur.
Sara Sif var með 14 varða bolta og Erla Rós 3 bolta varða.
Mörk Fram skoruðu: Ragnheiður 9, Steinunn 5, Karen 4, Þórey Rósa 3, Sigurbjörg 2, Unnur 2, Hildur 1 og Lena 1.
Þá er það bara úrslitakeppninn sem er næst á dagskrá. Leikir við ÍBV. Fyrsti leikur strax á laugardaginn 6. mars kl. 16:00 (líklega).