fbpx
Valdi í vanda vefur

Glæsilegur og mikilvægur sigur í lokaleik Olísadeilar karla.

Strákarnir okkar í handboltanum mættu í kvöld ÍBV í lokaleik Olísdeildarinnar, mikil spenna í okkar hópi því við þurftum nauðsynlega á stigi að halda.  Við hreinlega gátum ekki treyst á úrslitin f. norðan og því urðum við að ná stigi eða stigum.  Nokkuð vel mætt og stuðningur góður þrátt fyrir óvenjulegan tíma.

Leikurinn var strax spennandi, greinilega mikil spenna í okkar liði því við vorum að gera mikið af mistökum. Jafnt á flestum tölum en ÍBV heldur með frumkvæðið staðan eftir 15 mín. 9-8.
Leikurinn pínu skrautlegur og mikið af mistökum á báða bóga og jafnt á flestum tölum en við misstuð þá aðeins fram úr okkur undir lokin, staðan í hálfleik 16-17.

Mikið skorað og mikð fjör, spennan að verða áþreifanleg. Uss

Síðari hálfleikur var svo gríðarlega spennandi, við náðum að höndla spennuna aðeins betur þegar á leikinn leið en byrjum hálfleiksins var í raun algjör sirkus.  Bæði lið að gera ótrúlega mikið af mistökum sem hentaði okkur vel því við vorum pínu á taugum að mér fannst.
Við náðum svo smátt og smátt áttum og baráttan í liðinu algjörlega til fyrirmyndar, varnarleikur okkar bara fínn, staðan eftir 45 mín. 25-23.
Við náum sem sé frumkvæðinu og við héldum því til loka, sem var algjörlega frábært, gríðarlega stoltur að því hvernig við klárum þennan leik, allir að leggja allt í verkefnið.  Við gátum svo sem verið klókari en tek hattinn ofan fyrir viljanum og baráttunni í liðinu.  Niðurstaðan frábær og mikill léttir 33-28, sigur.

Það var allt undir og við stóðumst prófið, liðið að leggja sig fram og allir að leggja í púkkið. Dásamlegt að klára þetta og tryggja sætið í Olísdeildinni að ári.  Gríðalega stoltur af liðinu, innilega til hamingju drengir og þjálfarar.

Strákar takk fyrir veturinn, búið að vera erfitt og pirrandi tímabil en takk fyrir veturinn og sjáumst hressir í haust. Takk fyrir mig, vel gert.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0