Stelpurnar okkar mættu ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrsltum Olísdeildarinnar í Safamýri í dag. Ágætlega mætt og alltaf smá spenna fyrir fyrsta leik í nýju móti.
Leikurinn byrjaði vel við gerðum þrjú fyrstu mörkin en svo jafnaðist leikurinn og var jafn næstu mínútur. Okkur gekk ekki vel sóknarlega voru að gera mikið af mistökum og Ragnheiður ekki að ná sé á strik. Staðan eftir 15 mín. 8-8.
Við náðum aðeins að bæta okkar sóknarleik og tókum frumkvæðið aftur. Munurinn varð samt aldrei mikill og leikurinn í járnum. Við ekki að spila vel. Við misstum þær svo fram úr okkur eftir mikið að mistökum og afleitum sóknarleik. Staðan í hálfleik 13-15.
Frekar slakur leikur hjá okkar stúlkum og ljóst að við þyrftum að gera mun betur í þeim síðari.
Síðari hálfleikur byrjaði ekkert sérlega vel, við bara ekki að spila nógu vel, hvorki í vörn né sókn. Við héldur áfram að elta en náðu svo að jafn og komast yfir 22-20 eftir 45 mín. Aðeins meiri ákveðni í okkar leik þegar á leið. Gamla seiglan í okkar liði kom svo smátt og smátt í ljós, við náðum að berja okkur saman og ná forskoti. Það forskot gáfum við ekki frá okkur og við lönduðum góðum sigri að lokum. Lokatölur 31-25.
Seiglu sigur, en það reyndi á okkur og við vorum lengi í gang. Sara Sif með fína markvörslu sem skipti miklu í þessum leik. Ekki okkar besti leikur en sigur, ljóst að við þrufum að vanda okkur betur í næsta leik sem verður í eyjum á mánudag. Vel get stelpur.
ÁFRAM FRAM