fbpx
Ragnheiður gegn ibv urslit vefur

Sannfærandi sigur í Eyjum

Í kvöld mættum við eyjastelpum í leik tvö í undanúrslitum Olísdeildar kvenna.  Leikurinn í eyjum og því fámennt af stuðningsfólki  FRAM enda nánast vonlaust fyrir stuðnigsmenn að komast á leikinn nema að tala sér tveggja daga frí frá vinnu.  Þetta Landeyja vesen er bara ekki boðlegt hvorki fyrir eyjamenn eða aðra landsmenn.
Spenna fyrir þessum leik, mikilvægt fyrir okkur að ná sigri í eyjum og eiga þannig mörguleika á því að klára seríuna heima á fimmtudag.

Stelpurnar byrjuðu vel í kvöld, ákveðin ró yfir liðinu að mér fannst og við náðum strax frumkvæðinu í leiknum. Vorum að spila fínan leik, staðan eftir 15 mín. 5-9.  Við fórum svo að reyna erfiða hluti sem hleypti þeim aðeins inn í leikinn, sem var óþarfi og Stefán tók leikhlé.  Leikurinn var svo í járnum en við seigluðumst áfram og náðum aftur góðum, 5-1 kafla. Við kláruðum hálfleikinn vel og staðan í hálfleik 14-20.

Fínn leikur en við að fá heldur mikið af mörkum á okkur, reyndar mjög hraður leikur þannig að það var kannski ásættanlegt og við að skora mikið eftir hraðar sóknir.

Síðari hálfleikur byrjaði ekkert sérlega vel, vandræðagangur á okkur sóknarlega en sem betur fer voru eyjastelpur lítið betri. Við samt með góð tök á leiknum.  Staðan eftir 45 mín.  20-28, útlitið gott.
Við slökuðum svo full mikið á, hleyptum þeim aðeins inn í leikinn og Stefán tók leikhlé.  Enginn stór hætta á ferðum en vel gert að halda stelpunum á tánum.  Við kláruðum svo þennan leik sannfærandi, lokatölur 29-34.

Flottur leikur þar sem við við gáfum bara aldrei færi á okkur, vorum betri frá upphafi til enda.  Spilum okkar leik, varnarleikurinn  fínn að mestu, sóknarleikurinn að mestu góður  og Erla Rós fín í markinu.
Ragnheiður var góð og það veit á gott. Vel gert FRAMarar.

Næsti leikur er á fimmtudag, þá getum við klárað þetta einvígi, mikilvægt að FRAMarar fjölmenni á leikinn og styðji stelpurnar.  Sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!