Stelpurnar okkar mættu ÍBV á heimavelli í kvöld, þriðji leikur liðanna og mögulega sá síðasti þar sem við gátum með sigri klárað einvígið 3-0. Alveg þokkalega mætt og fín stemming lengi vel. Leikurinn varð nefnilega ekkert sérlega spennandi.
Við byrjuðum leikinn mjög vel, keyrðum hreinlega yfir þær og þær áttu aldrei möguleika. Spiluð vörnina vel, keyrðum hratt og röðuðum inn mörkum strax í byrjun. Staðan 7-0 eftir 7 mín. Spiluð þennan hálfleik vel í vörn og sókn, en slökuðum aðeins á undir lokin. Staðan í hálfleik 19-11.
Leikurinn í raun búinn í hálfleik.
Síðar hálfleikur var svo ekkert sérstakur og slakur á köflum, héldum þeim lengi vel í þetta 10 til 7 mörkum en gáfum fullmikið eftir undir lokin. Lokatölur í Safamýri 34-29.
Virkilega sterk byrjun hjá okkar stelpum og við sýndum styrk. Margir að spila fínt í fyrri hálfleik en Karen og Unnur stóðu uppúr í þeim síðari. Bara flott að klára þetta í þremur leikjum og nú fáum við aðeins tíma til að anda fram að úrslitum. Stelpurnar komnar úrslit og út á það gengur þetta. Vel gert stelpur og sjáumst í úrslitum.
ÁFRAM FRAM