fbpx
Bjarnsteinn vefur

Sumarskóli FRAM Safamýri og sumaræfingatímar í fótbolta

SUMARNÁMSKEIÐ FRAM 2019 Safamýri
Knattspyrnuskóli FRAM og Íþróttaskóli FRAM eru starfræktir á íþróttasvæði FRAM v/Safamýri. Þar býður félagið upp á öruggt umhverfi og góða aðstöðu í hjarta hverfisins. Námskeiðin fara fram á æfingasvæði FRAM en ef veður er vont þá verða æfingar færðar inn í íþróttahús FRAM. Handboltanámskeiðið er haldið í íþróttahúsi FRAM.

ÍÞRÓTTASKÓLI  FRAM
Íþróttaskóli FRAM er fyrir krakka á aldrinum 5-10 ára sem hafa gaman af íþróttum og útivist.  Farið verður í fjölbreytta og skemmtilega leiki, hinar ýmsu íþróttagreinar kynntar og einnig verður farið í stuttar ferðir.  Skólinn verður rekinn samhliða knattspyrnuskólanum þannig að einstaklingar geta valið hvort þeir eru eingöngu í knattspyrnu eða vilja hafa mikla fjölbreytni. Hvert námskeið stendur í 2 vikur frá kl. 09:00-16:00 alla virka daga.  Jafnframt er boðið upp á hálfsdagsnámskeið frá kl. 09:00-12:00 og kl. 13:00-16:00.
Hægt er að velja fyrir eða eftir hádegi, einnig knattspyrnuskóla eftir hádegi og íþróttaskóla fyrir hádegi. Ekki verður boðið upp á heitan mat og þurfa börnin að koma með nesti.
Boðið verður upp á gæslu í Íþróttahúsi FRAM   frá kl. 07:45-09:00 og kl. 16:00-16:30.

Námskeið 1.  07 -21. júní     09:00-16:00 (9 dagar)
Námskeið 2.  24 – 05. Júlí    09:00-16:00
Námskeið 3.  08 – 19. júlí     09:00-16:00
Námskeið 4.  22 – 26. júlí     09:00-16:00 (viku námskeið).

HANDBOLTASKÓLI FRAM
Handboltaskóli FRAM er fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.  Námskeiðið stendur í 1 viku, frá kl. 09:00-12:00  virka daga.  Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi FRAM. Kennarar eru íþróttamenntaðir og handboltaþjálfarar hjá FRAM.

Námskeið 1.   12 –  16. ágúst         09:00-12:00   (börn fædd 2006 – 2012).

KNATTSPYRNUSKÓLI FRAM
Knattspyrnuskóli FRAM er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 5-12 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig. Mikil áhersla er lögð á leikformið hjá yngstu þátttakendunum en meiri sérhæfing og tækni hjá þeim eldri.  Hvert námskeið stendur í 2 vikur, frá kl. 13:00-16:00 alla virka daga. Boðið er upp á gæslu í Íþróttahúsi FRAM  frá kl.07:45 og er það innifalið í gjaldinu.

Námskeið 1.  07 -21. júní     13:00-16:00 (9 dagar)
Námskeið 2.  24 – 05. Júlí    13:00-16:00
Námskeið 3.  08 – 19. júlí     13:00-16:00
Námskeið 4.  22 – 26. júlí     13:00-16:00 (viku námskeið).

KNATTSPYRNUÆFINGAR  SUMAR 2019
8. fl. ka og kv.  þriðjud. og fimmtud. kl. 17:10
7. fl. ka og kv.  mán-þri-mið og fimmtud. kl. 11:15-12:15
6. fl. ka og kv.  mán-þri-mið og fimmtud. kl. 09:00-10:00
5. fl. ka og kv.  mán-þri-mið og fimmtud. kl. 10:00-11:00
4. fl. ka             mán-þri-mið og fimmtud. kl. 12:45-14:00

Skráning hefst  2. maí og fer fram á heimasíðu FRAM www.fram.is Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra skráningarkerfi FRAM.

Námskeiðsgjald í knattspyrnuskóla og íþróttaskóla ½ dagur er kr. 11.000.-

Íþróttaskóli 09:00-16:00  kr. 21.000.-

Námskeiðsgjald í handboltaskóla er kr. 6000.-  (5 dagar).

Veittur er 10 % systkinaafsláttur og einnig er veittur 10 % afsláttur ef keypt eru fleiri en eitt námskeið. Innifalið í verði er: Gæsla, bolur, veisla í lok hvers námskeiðs og skemmtilegt námskeið unnið af fagfólki.

Allar nánari upplýsingar um námskeið á vegum FRAM er hægt að fá í síma  533-5600  skrifstofa FRAM Safamýri milli kl 09:00 og 16:00 og í gegnum tölvupóst  toti@fram.is  og dadi@fram.is

Í von um gott samstarf í sumar

Þór Björnsson íþróttastjóri  FRAM

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur og ófyrirséðar breytingar.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!