Byggingarnefnd FRAM hefur eins og þið vitið verið að vinna á fullu í því að klára sitt fyrsta verkefni sem að að klára hönnun á húsinu og völlum fyrir útboð.
Það verk hefur aðeins dregist enda mikið verk, flókið og mikilvægt að vanda til verka.
Það er ekki ástæða til að dvelja mikið við það en á fundi byggingarnefndar í dag var gefin út dagskrá fyrir næstu skref í verkefninu, hún er sem hér segir:
- 24. apríl forval auglýst, Þetta er það stórt verkefni að nauðsynlegt er að fara í forval og meta þá aðila sem síðan fá að bjóða í verkið.
- 15 maí Útboðsgögn afhent.
- 1, júlí. Útboð opnuð.
- Framkvæmdir ættu að hefjast ágúst/sept. 2019.
Í sumar verður farið í færa núverandi aðstoðu FRAM í Úlfasárdal, byggja nýtt dæluhús fyrir gervigrasvelli, færa hitalagnir og tengja fyrir 1. okt. 2019.
Við stefnum svo að því að kynna nýjar teikningar og verkefnið í heild á 111 ára afmæli FRAM miðvikudaginn 1. maí 2019. Nánar um það síðar.
Gleðilega páska.
F.h Byggingarnefndar FRAM
Þór Björnsson
Lúðvík Þorgeirsson