Haraldur Einar Ásgrímsson hefur endurnýjað samning sinn við knattspyrnudeild Fram og samið til tveggja ára eða út keppnistímabilið 2020.
Haraldur sem er 19 ára gamall er uppalinn Framari úr Grafarholti. Á síðasta ári var Haraldur lánaður til Álftaness og lék hann með félaginu í 4. deildinni. Sumarið 2017 var hann lánaður í Úlfana og lék þar sína fyrstu meistaraflokksleiki. Með Álftanesi lék hann stórt hlutverk síðasta sumar og stóð sig vel. Það má með sanni segja að Haraldur hafi komið til baka reynslunni ríkari og hann hefur í vetur eignað sér stöðu vinstri bakvarðar í Framliðinu.
Haraldur er örvfættur, tæknilega góður leikmaður sem les leikinn vel og hefur góðar spyrnur í sínu vopnabúri. Hann hefur alls leikið 12 leiki fyrir meistaraflokk Fram.
Knattspyrnudeild Fram er ánægð með að hafa tryggt sér krafta þessa efnilega leikmanns til næstu tveggja ára hið minnsta og verður spennandi að fylgjast með honum í baráttunni í sumar.