fbpx
Hildur gegn Selfoss vefur

Tap í fyrsta úrslitaleik Olísdeildar kvenna

Stelpurnar okkar hófu í dag leik í úrslitum Olísdeildarinnar, vinna þarf þrjá leiki og spenna í loftinu.  Fyrsti leikur að Hlíðarenda og mikilvægt að byrja þessa séríu vel.  Vel mætt af okkar fólki og stuðningur FRAMara til fyrirmyndar.

Leikurinn byrjaði ekkert sérlega vel, okkur gekk ekki vel að skora og vorum aðeins að flýta okkur. Það vantaði smá yfirvegun í okkar leik og nýttum færi okkar ekki vel.  Varnarlega voru við ágætar en vantaði samt einhvern neista, meiri ákefð og sváfum aðeins á verðinum.  Staðan eftir 15 mín. 8-6.

Við voru bara ekki nógu góðar, rosalega hægar í uppstilltri sókn og allt sem við gerðum mjög fyrirsjáanlegt.  Það vantaði einhvern neista og allan kraft í liðið.  Við vorum að velja illa og skjóta illa.  Varnarlega vorum við að standa þokkalega á köflum en lítil markvarsla í þessum hálfleik.  Staðan í hálfleik 15-10.

Ljóst að við þyrftum að gera mun betur ef við ætluðum að hrista eitthvað upp í þessum leik.  Enginn gleði í okkar stelpum.

Síðari hálfleikur var á sömu nótum við náðum okkur bara ekki á strik og eins við hefðum ekki trú á verkefninu.  Við mjög ólíkar sjálfum okkur og erfitt að horfa á okkur spila svona illa.  Staðan eftir 45 mín. 22-17. Við samt aðeins að hressast.
Það kom svo smá kraftur í okkar varnarleik, fengum markvörslu og náðum að keyra leikinn aðeins upp sem hentar okkur vel.  Við áttum möguleika á því að ná leiknum í 2 mörk en það gekk ekki.  Við voru búnar að koma okkur í erfiða stöðu og urðum að taka smá sénsa sem gengu bara ekki upp í dag. Lokatölur 28-21.

Þetta var erfiður leikur, við náðum okkur aldrei á strik enginn að spila vel og leikur okkar bara ekki góður.
Best að gleyma þessum leik sem fyrst því næsti leikur er strax á fimmtudag í Safamýrinni.
Þar þurfum við á öllum ykkar stuðningi að halda og jafna metinn. Sjáumst í Safamýri, styðjum stelpurnar  á “Sumardaginn fyrsta”.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!