Það var spenna fyrir öðrum úrslitaleik kvenna í FRAMhúsi í gær, við urðum að jafna stöðuna og smá titringur fyrir leiknum. Vel mætt og stemming í húsinu.
Leikurinn fór ágætlega afstað, spenna í báðum liðum en leikið af krafti. Leikurin jafn til að byrja með en svo tóku þær frumkvæðið. Staðan 7-9 eftir 15 mín.
Við vorum svo að elta þær út hálfleikinn, mikill hraði í leiknum og vel tekist á. Við náðum ekki alveg okkar leik, það vantaði uppá bæði varnar og sóknarlega. Erla Rós að standa vel í markinu. Staðan í hálfleik 12-13.
Við að spila ágætan leik en ljóst að við þyrftum að bæta við í þeim síðari til að vinna leikinn.
Síðar hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum, kraftur í báðum liðum og við náðum loksins að jafna leikinn í 14-14. Þær tóku svo aftur framkvæðið en við náðum fyrst að komast yfir í stöðunni 18-17, því frumkvæði héldum við út hálfleikinn en það dugði ekki til. Við vorum klaufar í stöðunni 21-19, fórum illa með nokkrar sóknir og þær jöfnuðu leikinn á vafasömu vítakasti. Þar getum við okkur um kennt að hafa ekki brotið á þeim fyrr og klárað leikinn. Lokatölur 22-22 og framlengt.
Í framlenginunni áttum við aldrei möguleika, þær voru bara skrefinu á undan og við töpuðum henni nokkurð sannfærandi. Niðurstaðan 26-29 tap og útlitið ekki gott.
Leikurinn var skemmtilegur og alvöru úrslitaleikur, mikill hraði og við vorum alls ekki að spila illa en það vantaði uppá undir lokin að klára dæmið. Ef við ætlum að vinna bikarinn þurfa allir að spila á sinni getu og helst aðeins betur, það vantaði aðeins upp á það í gær. Samt flottur leikur, fín skemmtun og bullandi spenna. Erla Rós og Karen stóðu uppúr í gær.
Nú er staðan þannig að við þurfum að vinna næstu þrjá leiki, það er staðan og þá verðurm við bara að gera það. Ég hef fulla trú á þessu liði okkkar, við getum betur en þurfum að sýna það inni á vellinum.
Hvet alla FRAMara til að mæta að Hlíðarenda á sunnudag kl. 16:00, hvetja stelpurnar og tryggja heimaleik á 111 ára afmæli FRAM 1. maí. Sjáumst á sunnudag.
ÁFRAM FRAM
P.S var svo miður mín í gær að ég gleymdi að skrifa pistil og því birtist hann hérna í dag, biðst afsökunnar á því.