fbpx
karen gegn Val vefur

Stelpurnar okkar komnar í sumarfrí

Stelpurnar okkar mættu að Hlíðarenda í dag þar sem við mættum Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildarinnar.  Við komnar upp að vegg, þyrftum sigur eða fara í frí.  Vel mætt á leikinn og fínn stuðningur við stelpurnar, stuðningsmenn FRAM hafa verið til fyrirmyndar í vetur.

Leikurinn jafn en þróaðist eins og fyrri leikir, við að elta og ekki að ná að framkalla okkar besta leik. Það komu fínar rispur en ekki nóg til að jafna eða taka yfir leikinn.   Við misstum þær svo mjög langt frá okkur undir lokinn og staðan í hálfleik 15-9.

Ljóst að það þyrfti mikið að gerast til að við næðum að vinna þennan mun upp en ef einhver getur það þá eru það okkar stelpur.

Síðari hálfleikur byrjaði svo mjög vel, Karen keyrði leikinn í gang og við vorum búnar að jafna leikinn eftir 8 eða 9 mín. 16 -16. Frábær kafli hjá okkar stelpum, við að leika vel. Það er erfitt að fylgja svona áhlaupi eftir og leikurinn jafn næstu mín.  Við náðum að halda leiknum jöfnum og voru að spila fínan leik. Þegar um 8 mín. voru eftir  misstum við þær aftur fram úr okkur og við náðum ekki að vinna það upp.  Við náðum bara ekki að höndla pressuna undir lokinn og niðurstaðan þungt tap 25-21.  Það var allt eða ekkert undir í þessum leik.

Það fór gríðarlegt púst í að vinna muninn upp og það getur verið snúið að klára svona leiki. Við höfum náð því undanfarin ár en þetta árið hittum við bara ekki á það.  Andstæðingurinn var bara sterkari en við á þessum tímapunkti og við náðum ekki að spila okkar bestu leiki, því fór sem fór.

Stelpurnar búnar að spila vel í vetur en það vantaði upp á að við næðum því besta út úr okkar leikamannahópi þetta árið.  Stelpur takk fyrir veturinn, hrikalega stoltur að því að hafa svona flott lið inna og raða FRAM, takk fyrir mig.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!