fbpx
Bikarmót apríl 2019 vefur

FRAM í öðru sæti á síðasta bikarmóti vetrarins

Síðasta bikarmót vetrarins fór fram um síðustu helgi í Herbúðum Ármanns í laugardal. Iðkendur undir 12 ára kepptu á laugardeginum og átti Fram þar 5 keppendur sem almennt stóðu sig vel. Á sunnudeginum var svo keppt í unglinga og fullorðins hópum í bardaga og tækni og átti Fram þar 10 grjótharða keppendur sem gáfu ekkert eftir í baráttunni um verðlauna sæti og stig fyrir liðið. Bjarki, Myrra og Hulda hlutu öll gullverðlaun einstaklinga í sínum flokkum í tækni auk þess sem Bjarki og Þorsteinn fengu gullverðlaun í bardaga.

Fyrir þetta þriðja og síðasta mót vetrarins sat Fram í fjórða sæti í liðakeppninni og var markmið liðsins fyrir mótið að halda sínu fjórða sæti. Það gekk upp því Framarar áttu frábæran dag og náðu sínum allra besta árangri með að ná öðru sætinu á mótinu og héldu þar með sínu fjórða sæti örugglega.

Loka staðan í liðakeppninni:
Afturelding   370
Keflavík         266
ÍR                    214
Fram              191
Ármann         132
KR                    30
Selfoss            26
Björk               34
Grindavík       10

Við óskum keppendum, þjálfurum og öðrum sem koma að starfinu til hamingju með þennan árangur sem er frábær, sérstaklega fyrir deild af okkar stærðargráðu.

Framudan eru svo beltapróf deildarinnar. Tveir iðkendur taka svartabeltis próf á laugardaginn og forpróf fyrir lituð belti hefjast strax í næstu viku. Við óskum iðkendum góðs gengis í prófunum.

Stjórn TKD Fram

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!