fbpx
Íslandsmeistarar góð HSÍ vefur

FRAM Íslandsmeistari í 4. fl. karla 2019

 

 

 

Strákarnir okkar í FRAM eru Íslandsmeistarar í 4.kk. yngri eftir sigur á ÍR í hreinum úrslitaleik í Kapalakrika í dag, 29-27.

Fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi og hálfleikstölur voru 15-15. Við leiddum mestan tímann en ÍR náði að jafna rétt fyrir hálfliek.

Leikurinn var svo áfram jafn og spennandi allt til enda. Við misstu þá aðeins fram úr okkur í byrjum síðari hálfleiks en náðum fljótt aftur tökum á leiknum.  Við kláruðum svo leikinn nokkuð sannfærandi, lokatölur 29-27.

Þar með eru strákarnir Reykjavíkur, deildar,bikar og Íslandsmeistarar veturinn 2018-2019.  Glæsilegur árangur hjá strákunum og erum við FRAMarar virkilega stoltir af þessum flottu drengjum sem við eigum.

Torfi Geir Halldórsson var valinn maður leiksins en hann átti stórleik og skoraði 13 mörk

Þjálfarar drengjanna eru þeir Andri Þór Helgason og Þorgrímur Smári Ólafsson.

Til hamingju FRAMarar

 

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0