Axel Stefánsson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið hóp til æfinga vegna verkefna landsliðsins í maí og júní. Landsliðið mun spila æfingaleik við B lið Noregs í lok maí áður en það kemur að leikjum við Spáverja um umspilssæti vegna HM í desember n.k.
Landsliðið mun æfa frá 20. til 27. maí en heldur þá til Noregs og spilar við B lið Noregs þann 28. maí. Síðan taka við leikirnir við Spánverja. Fyrst ytra þann 31. maí og síðan hér heima þann 6. júní.
Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum tryggir sér þátttökurétt á HM 2019.
Fram á fimm leikmenn í þessum landsliðshóp, en það eru þær:
Erla Rós Sigmarsdóttir
Ragnheiður Júlíusdóttir
Karen Knútsdóttir
Þórey Rósa Stefánsdóttir
Steinunn Björnsdóttir
Til hamingju og gangi ykkur vel.