Alls tóku fjögur blaklið frá FRAM þátt í öldungamóti blakara þetta árið, en um 1.400 manns af landinu öllu taka þátt í vinsæla móti sem í ár var haldið í Reykjanesbæ dagana 25. -29. apríl. Öldungamótið, sem er fyrir 30 ára og eldri, er eitt af stærstu íþróttamótum landsins ár hvert, en 165 karla- og kvennalið kepptu sín á milli.
FRAM kvennaliðin tvö náðu bæði á verðlaunapall og fóru heim með silfur og brons. Herraliðin stóðu sig einnig vel, en náðu því miður ekki á pall að þessu sinni. Mótið verður næst haldið í Vestmannaeyjum og liðin því strax byrjuð að huga að feitum sigrum að ári.
Mikil stemmning er í kringum blakið og færri komast að en vilja, en húsnæðisskortur takmarkar fjölda þeirra sem geta verið með. Vonandi getur hópurinn þó stækkað meira þegar nýtt húsnæði FRAM verður tekið í notkun á næstu árum.
Til hamingju FRAMarar
Blakskor FRAM