Kæru Framarar.
Við viljum minna á fyrsta heimaleik okkar í Inkasso-deildinni þetta tímabilið – leikið verður á heimavelli okkar Framara í Safamýrinni föstudaginn 10. maí og að þessu sinni bjóðum við Fjölnismenn velkomna. Leikurinn hefst kl. 19:15 en við hvetjum Framarara til að mæta tímanlega og gæða sér á hinum gómsætu Framborgurum sem verða í boði fyrir leik.
Á þessum tímamótum viljum við minna alla stuðningsmenn á stuðningsmannaklúbbinn okkar; FRAMherja. Fjöldi manns greiðir mánaðarlega fjárhæð sem rennur til rekstrar afreksstarfs félagsins. Þessi stuðningur skiptir sköpum í rekstrinum og gerir allt starfið stöðugra.
Með því að gerast aðilar í FRAMherjum styðja klúbbfélagar við félagið sitt með mánaðarlegum greiðslum og fá í staðinn árskort á alla heimaleiki knattspyrnuliðs Fram í Inkasso-deild karla ásamt því að FRAMherjum er boðið upp á kaffi í hálfleik og skemmtilegt spjall við vini og félaga.
Félagsaðild 2019
BRONSKORT kr. 2.000.- pr. mánuð
Heimaleikjakort fyrir 1 og kaffi í hálfleik.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti. Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 22.000.-
SILFURKORT kr. 3.000.- pr. mánuð
Heimaleikjakort fyrir 2 og kaffi í hálfleik.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti. Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 33.000.-
GULLKORT kr. 4.000.- pr. mánuð
Heimaleikjakort fyrir 3 og kaffi í hálfleik.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti. Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 44.000.-
Hvert tímabil er frá maí til apríl ári síðar og endurnýjast aðildin í eitt ár í senn nema henni sé sagt upp fyrir lok hvers tímabils.
Hægt er að skrá sig með því að smella hér: https://fram.felog.is/
Einnig er hægt að senda tölvupóst á dadi@fram.is
Framherjakortin verða afhent fyrir fyrsta heimaleik FRAM gegn Fjölni og svo alla virka daga í íþróttahúsi FRAM í Safamýri á skrifstofutíma.
Þeir sem óska eftir að fá Framherjakortin sín send í pósti geta sent tölvupóst á dadi@fram.is
Stuðningur ykkar er okkur mikilvægur.
Knattspyrnudeild FRAM