Matthías Bernhøj Daðason hefur framlengt samning sinn við Fram til ársins 2021.
Matthías er fæddur árið 1991 og er uppalinn Framari. Matthías kom til liðs við okkur að nýju árið 2017 eftir að hafa eytt nokkrum árum í dönsku úrvaldsdeildinni.
Matthías er vinstri hornamaður að upplagi og getur leyst flestar stöður í varnarleiknum.
Við fögnum áframhaldandi samstarfi við Matthías og er hann stór liður í því að setja saman sterkt lið fyrir næsta tímabil og gera betur en á því síðasta.
Áfram FRAM