Það er Handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að geta tilkynnt um að hafa gengið frá samningum við tvo nýja leikmenn um að spila með meistaraflokki kvenna Fram næsta ár.
Þetta eru þær Kristrún Steinþórsdóttir og Katrín Ósk Magnúsdóttir, sem báðar koma frá Selfossi.
Kristrún Steinþórsdóttir er fædd 1994 og því 25 ára á árinu. Kristrún er skytta og hefur leikið allar stöður fyrir utan hjá Selfossi ásamt því að vera öflugur varnarmaður.
Kristrún er uppalin á Selfossi og hefur spilað með meistaraflokki Selfoss frá því veturinn 2012 – 2013. Síðastliðinn vetur spilaði hún 21 leik með liðinu og skoraði í þeim 42 mörk
Katrín Ósk Magnúsdóttir er fædd 1997 og því 22 ára á árinu. Katrín Ósk er markmaður. Katrín Ósk er einnig uppalin á Selfossi og hefur spilað þar með meistaraflokki Selfoss frá því veturinn 2013 – 2014. Ef frá er talinn veturinn 2017 – 2018 þegar hún spilaði í Danmörku. Síðastliðinn vetur spilaði hún 21 leik með liðinu.
Bjóðum við FRAMarar þær stöllur velkomnar í Fram.
Handknattleiksdeild FRAM