Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningum við tvo af sínum yngri leikmönnum. Þetta eru þær Harpa María Friðgeirsdóttir og Jónína Hlín Hansdóttir.
Harpa María Friðgeirsdóttir er fædd árið 2000 og er því 19 ára á þessu ári. Hún er uppalin Framari og kemur úr Grafarholtinu. Harpa María leikur í stöðu vinstri hornamanns. Hún lék sína fyrstu leiki á Íslandsmóti með meistaraflokki Fram veturinn 2017 – 2018. Harpa María hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands og var valinn núna í byrjun maí í U – 19 ára landsliðið.
Jónína Hlín Hansdóttir er einnig fædd árið 2000 og er því 19 ára á þessu ári. Hún er eins og frænka hennar Harpa María uppalin Framari og kemur úr Grafarholtinu. Jónína Hlín leikur í stöðu línumanns ásamt því að vera öflugur varnarmaður. Hún átti við meiðsli að stríða á tímabili í vetur, en hún lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki á Íslandsmóti s.l. vetur. Jónína Hlín hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands og var valinn núna í byrjun maí í U – 19 ára landsliðið.
Harpa María og Jónína Hlín hafa báðar leikið stórt hlutverk í þriðja flokki Fram undanfarin ár með góðum árangri.
Það er sérstaklega ánægjulegt að Handknattleiksdeild Fram hafi tryggt það að þessir tveir öflugu leikmenn verði áfram í herbúðum Fram og væntum við mikils af þeim í framtíðinni.
ÁFRAM FRAM