Stelpurnar okkar í 5. fl.kv. 1 yngri urðu á dögunum Íslandsmeistarar í handbolta. Stelpurnar léku sérlega vel í vetur og sýndu mikla yfirburði í sínum aldursflokki í allan vetur.
Þær hófu tímabilið á að vinna Reykjavíkurmótið sem var bæði fyrir yngra og eldra árið. Þær stoppuðu ekki þar, þær unnu alla sína leiki á Íslandsmótinu í vetur, unnu samtals 5 mót og það frekar sannfærandi. Það þýddi að stelpur enduðu lang efstar á Íslandsmótinu þetta árið og eru því Íslandsmeistarar 2019.
Þjálfarar stelpnanna voru þær Hafdís Shizuka Iura og Ragnheiður Júlíusdóttir
Vel gert FRAMarar og innilega til hamingju.
ÁFRAM FRAM