Í sumar munu KSÍ, ÍF og Knattspyrnufélagið Fram standa fyrir æfingum fyrir stúlkur með sérþarfir, þ.e. stúlkur með þroskahömlun, líkamlega hömlun eða andleg veikindi.
Í sumar verður æft tvisvar í viku og hefjast æfingar 13. júní. Æfingarnar fara fram á æfingasvæði Fram í Safamýri. Þjálfari stúlknanna er Thelma Karítas Halldórsdóttir, KSÍ B þjálfari.
Kynning á verkefninu verður sunnudaginn 26. maí kl. 11:00-12:00 og miðvikudaginn 29. maí kl. 17:00-18:00 á Framvellinum í Safamýri. Þar koma landsliðskonur í heimsókn og boðið verður upp á skemmtilegar knattþrautir.
Komdu í fótbolta og taktu vinkonu, mömmu eða systur þína með þér.