fbpx
Stelpur í fótbolta vefur

Fótbolti fyrir stúlkur með sérþarfir

Í sumar munu KSÍ, ÍF og Knattspyrnufélagið Fram standa fyrir æfingum fyrir stúlkur með sérþarfir, þ.e. stúlkur með þroskahömlun, líkamlega hömlun eða andleg veikindi.

 

Í sumar verður æft tvisvar í viku og hefjast æfingar 13. júní. Æfingarnar fara fram á æfingasvæði Fram í Safamýri. Þjálfari stúlknanna er Thelma Karítas Halldórsdóttir, KSÍ B þjálfari.

Kynning á verkefninu verður sunnudaginn 26. maí kl. 11:00-12:00 og miðvikudaginn 29. maí kl. 17:00-18:00 á Framvellinum í Safamýri. Þar koma landsliðskonur í heimsókn og boðið verður upp á skemmtilegar knattþrautir.

Komdu í fótbolta og taktu vinkonu, mömmu eða systur þína með þér.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!