fbpx
Súpa flottir FRAMarar

Síðasti súpufundurinn heppnaðist vel

Við FRAMarar héldum í dag sjöunda og síðasta  súpufund vetrarins. Okkur telst til að það hafi verið tæplega 50  menn og konur sem gæddu sér  á þessari líka fínu súpu. Súpan í dag alveg frábær og svo var boðið upp á köku í eftirrétt.

Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Margt að ræða, stemmingin góð og virkilega vel heppnaður súpufundur í dag.

Þetta var eins og áður sagði síðasti fundurinn í súpuröðinni þennan veturinn, við ætlum að taka upp þráðinn í haust, kynnum það þegar nær dregur.

Við FRAMarar þökkum öllum þeim sem mættu í súpuna í vetur, það var mjög vel mætt, fyrir það erum við mjög þakklát og hvað þessi uppákoma heppnast alltaf vel.

Takk fyrir komuna FRAMarar, nótið sumarsins og sjáumst í haust.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!