fbpx
Rafal - Bournemouth2 (3)

Rafal þjálfar yngstu markmenn FRAM

Knattspyrnudeild FRAM hefur ráðið Rafal Stefán Daníelsson sem markmannsþjálfara fyrir 5-6-7 fl. kvenna og karla í sumar.
Rafal ætlaði að koma inn í þessa þjálfun í vetur en úr því varð ekki þar sem Rafal var lánaður til Bournmouth þar sem hann lék með samnefndu liði í vetur.
Rafal er núna kominn heim reynslunni ríkari og mun sinna yngstu mörkvörðum félagsins í sumar.

Rafal mun mæta á æfingar yngstu flokkanna tvisvar í viku, á þeirra  æfingatíma í báðum hverfum og þjálfa þar markmenn sérstaklega.

Við FRAMarar bjóðum Rafal velkominn í þjálfarahópinn og bindum miklar vonir við að hann nái að kenna okkar yngstu markvörðum mikið í sumar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email