Stelpurnar okkar í 5. fl.kvenna taka nú þátt í TM mótinu í Vestmannaeyjum. Mótið gengur vel, veðrið leikur við keppendur og hafa stelpurnar okkar verið spila ljómandi fótbolta á þessu fyrsta keppnisdegi.
Stelpurnar hafa líka skemmt sér vel og voru sérlega kátar í dag þegar þær hittu forseta Íslands, forseta Þýskalands, goðsögnina Ásgeir Sigurvinsson og Heimi Hallgrímsson. Þær voru því fljótar að stilla sér upp með þessu merkisfólki og fóru að sögn heimildarmanna alveg á kostum með þessum geðþekku gestum TM mótisins sem kunnu að meta okkar stelpur.
Í kvöld var svo vel heppnuð kvöldvaka og hæfileikakeppni, áður en haldið var í háttinn til að undirbúa sig við keppni morgundagsins. Allar sáttar og glaðar eftir ævitýri dagsins.
FRAMarar gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM