fbpx
Unglingabikar HSÍ 2019 vefur

Unglingarbikar HSÍ til FRAM, Steinunn, Lena og Sara Sif bestar á verðlaunahófi HSÍ

Verðlaunahóf HSÍ og Olís fór fram um helgina í tengslum við landsleik Íslands og Tyrklands í Laugardalshöll. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar í Olís- og Grill66-deildunum heiðraðir fyrir góða frammistöðu í vetur.

Við FRAMarar fengum töluvert af verðlaunum á þessu verðlaunahófi. En Steinunn Björnsdóttir, Lena Margrét Valdimarsdóttir og Sara Sif Helgadóttir fengur allr verðlaun ásamt því að FRAM fékk Unglingabikar HSÍ fyrir gríðargott starf vetur.

Verðlaunin sem við FRAMarar fengum voru eftirfarandi:

Besti varnarmaður Olís deildar kvenna 2019
Steinunn Björnsdóttir – Fram

Efnilegasti leikmaður Olís deildar kvenna 2019
Lena Margrét Valdimarsdóttir – Fram

Unglingabikar HSÍ 2019  FRAM

Besti sóknarmaður Grill 66 deildar kvenna 2019
Lena Margrét Valdimarsdóttir – Fram U

Besti markmaður Grill 66 deildar kvenna 2019
Sara Sif Helgadóttir – Fram U

Til hamingju FRAMarar

ÁFRAM FRAM
P.s Lena og Sara Sif voru ekki á hófinu um helgina, þær voru staddar í Póllandi með landsliði Íslands U19

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!