Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við einn af sínum efnilegustu leikmönnum, en það er Daðey Ásta Hálfdánsdóttir.
Daðey Ásta er fædd í apríl 2002 og því ný orðin sautján ára. Daðey Ásta hefur spilað bæði í vinstra og hægra horni og spilaði gjarnan í yngri flokkum í stöðu skyttu.
Daðey Ásta hefur spilað með U liði Fram í Grilldeildinni. Hún spilaði þar 19 leiki í fyrra og skoraði í þeim 56 mörk.
Daðey Ásta kemur upp úr yngri flokka starfi Fram. Hún hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands og er nú í U 17 ára liðinu sem meðal annars leikur nú í byrjun júlí vináttuleiki við Slóvakíu og fer síðan til Ítalíu og spilar þar í EM B – deild í ágúst.
Daðey Ásta á ekki langt að sækja handbolta áhuga og hæfileika en hún er yngri systir Guðrúnar Þóru og Arnars Birkis sem bæði hafa spilað fyrir Fram í handbolta.
Það er Fram mikil ánægja að hafa gengið frá samningi við Daðeyju Ástu.
ÁFRAM FRAM