Dagana 8.- 26. júlí stendur knattspyrnudeild Fram fyrir Meistaranámskeiði fyrir iðkendur í 5. og 4. flokki.
Í Meistaraskólanum verður lögð áhersla á tækniæfingar, sendingar og skot sem og varnarvinnu iðkenda.
Þjálfarar á námskeiðinu verða hinir erlendu leikmenn Framliðisins; Marcao, Fred og Tiago ásamt þjálfurum yngri flokka Fram. Leikmennirnir munu miðla af sinni reynslu til yngri iðkenda og kenna þeim sitthvað af þeim snilldartöktum sem þeir hafa sýnt í leikjum Framliðsins í sumar.
Æfingar fyrir iðkendur úr 4.flokki (2005-2006) verða fjórum sinnum í viku; mánudaga-fimmtudaga kl. 10:30-11:30. Mánudaga og miðvikudaga verður æft í Safamýri en þriðjudaga og fimmtudaga í Úlfarsárdal.
Æfingar fyrir iðkendur úr 5.flokki (2007-2008) verða tvisvar sinnum í viku; mánudaga og miðvikudaga kl. 11:30-12:30 verða æfingar fyrir iðkendur í Safamýri og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:30-12:30 verða æfingar fyrir iðkendur í Úlfarsárdal.
Námskeiðsgjald er kr. 10.000- fyrir 4.flokk (12 æfingar)
Námskeiðsgjald er kr. 5.000- fyrir 5.flokk (6 æfingar)
Skráning fer fram á fram.felog.is