Það eru sönn gleðitíðindi að tilkynna ykkur það að einn sigursælasti og besti þjálfari landsins hefur skrifað undir tveggja ára áframhaldandi samning við félagið.
Stefán hefur reynst FRAM ansi vel á síðastliðnum árum. Margir titlar hafa ratað inn um dyrnar í Safamýrinni og bindum við vonir um að þeir verði fleiri á komandi árum.
ÁFRAM FRAM