FRAM Open 2019 fer fram á golfvellinum Öndverðarnesi föstudaginn 9. ágúst og hefst klukkan 13:00.
Hyggilegt er að þátttakendur séu mættir á svæðið tímanlega. Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:00.
Keppnisgjaldið er kr. 8.900.- og þarf að greiða við skráningu eða á staðnum fyrir þá sem ekki hafa greitt nú þegar.
Veitt verða eftirfarandi verðlaun:
Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum
Lengsta drive karla og kvenna
Flottasti búningur karla og kvenna
1.Sæti í höggleik karla og kvenna
Fyrstu þrjú sætin í punktakeppni karla og kvenna (ath sami einstaklingur getur ekki fengið verðlaun í höggleik og punktaleik)
Dregið úr skorkortum hjá þeim sem ekki hafa unnið verðlaun og eru á staðnum við verðlauna afhendingu.
Hámarks forgjöf karla er 24 og 28 hjá konum.
Innifalið er mótsgjald, teiggjöf og matur eftir mót (lambalæri og meðlæti).
Knattspyrnufélagið FRAM