Nú fara framkvæmdir í Úlfarsárdal að hefjast og þá þarf að færa „FRAMkotið“ félagsheimili FRAM í Úlfarsárdal. Þetta hús hefur verið í dalum frá því í ágúst 2011, þjónað okkur sem félags og búningsaðstaða frá þeim tíma sem gervigrasið í Úlfarsárdal var tekið í notkun haustið 2011. Það er gaman að geta þess að þetta hús var áður kennarastofa Sæmundarskóla áður en húsið fékk nýtt hlutverk í Úlfarsárdal.
Þessa dagana er sem sé verið að flyta húsið okkar og verður næsti áfangastaður þess aðeins vestar í dalnum en húsinu hefur verið fundinn staður á bílastæði við Dalskóla þar sem áður voru færanlegar kennslustofur Dalskóla. Við munum sem sé hafa aðsetur við Dalskóla næstu 3 árin eða svo.
Það var mat byggingarnefndar að best væri að færa húsið alveg af fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði FRAM og var það fyrst og fremst út frá öryggissjónarmiðum. Til stóð að færa húsið til á okkar svæði en fallið var frá því og talið öruggara og betra að færa húsið að Dalskóla.
Það er ljóst að það verður mikið rask og umferð vinnuvéla á okkar svæði næstu árin og ekki talið rétt að vera með krakkana okkar alveg ofan í þessum miklu framkvæmdum.
Það verður aðeins lengra að ganga út á völlinn okkar en ekki svo mikið og mun öruggari leið að fara yfir skólalóð Dalskóla og aðliggjandi stíga en að vera á framkvæmdarsvæðinu sjálfu.
Þegar þetta er skrifað er búið að flytja öll húsin en þá tekur við frágangur, tengja allt sem tengja þarf og vonandi verður húsið komið í nothæft horf 12. ágúst þegar æfingar fara aftur á fullt.
Læt fylgja nokkar myndir af húsunum á nýja svæði FRAM í Úlfarsárdal.
ÁFRAM FRAM