FRAM Open 2019 var haldið með pomp og prakt föstudaginn 9. ágúst. Veður var gott en smá strekkingur í Öndverðarnesi, mætingin frábær en 80 spilarar mættu til leiks. Mótið var allt hið skemmtilegasta, létt yfir öllum og það voru sagðar sögur á öllum brautum.
Reynir Stefánsson mótstjóri sjá til þessa að allir voru ræstir út stundvíslega kl. 13:05 og voru síðustu hóparnir að koma inn um kl. 17:30
Veitt voru verðlaun fyrir 1. sætið í höggleik karla og kvenna, verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna.
Sigurvegarar í höggleik:
Steinunn Braga Bragadóttir 92 högg
Brynjar Jóhannesson 77 högg
Sigurvegarar í punktakeppni:
Ragnar Ó Steinarsson 37 punktar
Hergeir Elíasson 36 punktar
Hallmundur Albertsson 36 punktar
Nanna Elísabet Harðardóttir 35 punktar
Erna Anine Thorstensen 32 punktar
Andrea Steinarsdóttir 32 punktar
Nándarverðlaun voru veitt á öllum par þrjú brautum, lengsta teighögg karla og kvenna á 7. braut, ásamt því að dregið var úr skorkortum.
Allir fengu teiggjöf og góður matur í mótslok.
Vel heppnað mót og skipulag allt hið besta.
Knattspyrnufélagið FRAM þakkar þátttakendum og þeim sem mættu á mótið fyrir skemmtilegt mót og vonumst eftir að sjá ykkur að ári.
ÁFRAM FRAM