fbpx
Ragnar og félagar

Vel heppnað FRAM Open 2019

FRAM Open 2019 var haldið með pomp og prakt  föstudaginn 9. ágúst. Veður var gott en smá strekkingur í Öndverðarnesi, mætingin frábær en 80 spilarar mættu til leiks.  Mótið var allt hið skemmtilegasta, létt yfir öllum og það voru sagðar sögur á öllum brautum.

Reynir Stefánsson mótstjóri sjá til þessa að allir voru ræstir út stundvíslega kl. 13:05 og voru síðustu hóparnir að koma inn um kl. 17:30
Veitt voru verðlaun fyrir 1. sætið í höggleik karla og kvenna, verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna.

Sigurvegarar í höggleik:

Steinunn Braga Bragadóttir                        92 högg
Brynjar Jóhannesson                                  77 högg

Sigurvegarar í punktakeppni:

Ragnar Ó Steinarsson                                37 punktar
Hergeir Elíasson                                         36 punktar
Hallmundur Albertsson                               36 punktar

Nanna Elísabet Harðardóttir                      35 punktar
Erna Anine Thorstensen                            32 punktar
Andrea Steinarsdóttir                                   32 punktar

Nándarverðlaun voru veitt á öllum par þrjú brautum, lengsta teighögg karla og kvenna á 7. braut, ásamt því að dregið var úr skorkortum.
Allir fengu teiggjöf og góður matur í mótslok.

Vel heppnað mót og skipulag allt hið besta.

Knattspyrnufélagið FRAM þakkar þátttakendum og þeim sem mættu á mótið fyrir skemmtilegt mót og vonumst eftir að sjá ykkur að ári.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!