Hið margrómaða getraunastarf FRAM hefst laugardaginn 17.ágúst og verður starfrækt milli klukkan 10 og 12 á laugardögum í vetur.
Spekingar og spámenn hittast í FRAMhúsinu í Safamýri á laugardögum, ræða málin í sem víðustum skilningi og fylla út getraunaseðla helgarinnar. Heitt á könnunni, myljandi bakkelsi og allir stútfullir af speki og hug.
Fjölmargir möguleikar og getraunakerfi eru í boði í frábærum félagsskap.
Kíktu í kaffi milli klukkan 10 og 12 á laugardögum í vetur.
Allir velkomnir