fbpx
FRAMhús vefur

Knattspyrnudeild Fram auglýsir eftir yfirþjálfara og þjálfurum yngri flokka

Knattspyrnudeild Fram leitar að öflugum einstaklingi til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka hjá félaginu.

Í boði er spennandi starf í að þróa barna- og unglingastarf Fram og móta framtíðarstarfsumhverfi með öflugu samstarfsfólki samkvæmt stefnu félagsins.

Viðkomandi hefur yfirumsjón með starfi um 20 þjálfara og tæplega 600 iðkenda af báðum kynjum hjá öllum yngri flokkum félagsins. Starfshlutfall er 100%.

Einn mikilvægasti þátturinn í starfi yfirþjálfara er að leiðbeina öðrum þjálfurum eftir þörfum og miðla af reynslu til að tryggja framþróun allra þjálfara og iðkenda félagsins.

Starfssvið:
● Stjórn á þjálfarateymi og er næsti yfirmaður þjálfara
● Stefnumótun og yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum
● Yfirumsjón með uppeldisstarfi og afreksþjálfun
● Skipulagning á æfingatöflum í samráði við íþróttastjóra
● Skipulagning og verkaskipting aðstoðarþjálfara
● Þjálfun eins flokks samhliða hlutverki yfirþjálfara
● Reglulegir fundir með þjálfurum
● Fylgjast reglubundið með leikjum allra flokka og leiðbeina þjálfurum í faglegu starfi
● Yfirumsjón með móta- og námskeiðahaldi knattspyrnudeildar
● Reglulegir samráðsfundir með þjálfurum meistaraflokka og yngri flokka Fram
● Reglulegir stöðufundir með barna- og unglingaráði Fram og rekstrarstjóra

Menntunar og hæfniskröfur:
● UEFA-A þjálfaragráða er skilyrt af KSÍ eða þarf að vera í farvatninu
● Reynsla af þjálfun er nauðsynleg
● Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
● Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, drifkraftur og frumkvæði
● Sjálfstæði í starfi en jafnframt hæfileiki til að vinna með öðrum
● Hæfileiki til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, og almenn tölvufærni
● Hreint sakavottorð

Knattspyrnudeild Fram auglýsir einnig eftir áhugasömum þjálfurum sem eru tilbúnir að vinna í öflugu yngri flokka starfi félagsins.

Starfssvið:
● Þjálfun flokks eða flokka hjá Fram
● Umsjón með æfingum, leikjum og þátttöku í mótum
● Samstarf með þjálfurum félagsins

Menntunar- og hæfniskröfur:
● Þjálfaramenntun skilyrði, eða áætlun um að mennta sig sem þjálfari
● Góðir samskiptahæfileikar
● Drifkraftur og frumkvæði
● Jákvæðni og vera tilbúin/n að takast á við nýjungar og skemmtileg verkefni

Umsóknir berist til Daða Guðmundssonar, rekstrarstjóra knattspyrnudeildar Fram, á netfangið dadi@fram.is.
Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurnir á sama netfang eða hringja í síma 868-4954.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!