fbpx
Steinunn gegn ÍBV vefur

Námskeið fyrir ritara og tímaverði,

Dómaranefnd stendur tveimur námskeiðum fyrir ritara og tímaverði í byrjun september. Fyrra námskeiðið fer fram fimmtudaginn 5. september og það síðara þriðjudaginn 10. september. Bæði námskeiðin hefjast kl. 17.30 fara fram í fundarsölum ÍSÍ á 3. hæð í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Allir þeir sem munu starfa í Olís deildum karla eða kvenna, sem ritarar eða tímaverðir veturinn 2019-2020 þurfa að sækja námskeiðið sem líkur með prófi.

Félög sem taka þátt í efstu deild mfl. karla og kvenna er skylt að hafa lágmark 4 starfsmenn, sem hafa tekið námskeið í ritara- og tímavörslu. Þessir starfsmenn ásamt virkum B og C-stigs dómurum eru þeir einu sem geta starfað sem ritarar- og tímaverðir í efstu deild meistaraflokks karla og kvenna. Félag skal tilnefna aðila til að sjá um að þessir starfsmenn þekki vel til verka og sé kynnt reglulega leiðbeiningar um störf þeirra.

Rétt er að benda á að próf ritara- og tímavarða gilda í 2 ár og skulu þeir því gangast undir námskeið og próf annað hvort ár. Þeir ritarar og tímaverðir sem tóku próf haustið 2018 þurfa því ekki að mæta en eldri námskeið/próf gilda ekki fyrir veturinn 2019-2020.

Skráning fer fram hér: https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=DQSIkWdsW0yxEjajBLZtrQAAAAAAAAAAAAO__bM7hCZUMkk1RDcwUlhCUVdEWTlONlU5VE9OTzFJMi4u

Nánari upplýsingar veitir Magnús Kári Jónsson hjá HSÍ,
Sími: 514-4203 | GSM: 698-1979 magnus@hsi.is

Kveðja,

Ma

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0