Það var fjölmennur hópur Framara sem mætti í íþróttahús Fram í gær á uppskeruhátið yngri flokka í knattspyrnu.
Fjöldi skráðra iðkenda í ár var rúmlega 600 og undanfarin ár hefur veislusalurinn verið kominn langt umfram þolmörk þegar uppskeruhátíð hefur verið haldin fyrir allan hópinn í einu. Þetta árið lærðum við af reynslu síðustu ára og tvískiptum hópnum. Þessi háttur gaf góða raun. Þéttsetinn bekkurinn í báðum hollum en ekki of þröngt. Fyrst komu þeir eldri (3. 4. og 5. flokkur) og svo þeir yngri (6. 7. og 8. flokkur).
Eins og hefð er fyrir þá voru veitt verðlaun í öllum flokkum og síðan var öllum boðið upp á veitingar.
Þjálfarar félagsins ávörpuðu iðkendur sína og þökkuðu fyrir tímabilið. Þeir nutu svo liðsinnis leikmanna meistaraflokks karla við að afhenda iðkendum verðlaun.
Allir iðkendur í 8. 7. og 6. flokki karla og kvenna fengu verðlaunapening en í 5. 4. og 3. flokki voru veitt tvenn verðlaun; besti leikmaður og verðlaun fyrir framfarir.
Að lokum var Framdómari ársins valinn og Eiríksbikarinn afhentur.
Það er hefð fyrir því að veita einum leikmanni yngri flokkanna Eiríksbikarinn sem er gefinn af Ríkharði Jónssyni, landsliðsmanni Fram til margra ára, til minningar um Eirík K Jónsson knattspyrnumann Fram. Eiríksbikarinn er veittur þeim einstaklingi sem með ástundun sinni og framkomu innan sem utan vallar er sjálfum sér og félaginu til sóma.
Að þessu sinni var það Sigfús Árni Guðmundsson leikmaður 3.flokks sem hlaut Eiríksbikarinn.
Framdómari ársins 2019 var valinn Finnlaugur Pétur Helgason og hlaut hann yfirburða kosningu. Þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun. Finnlaugur dæmdi fjölda leikja fyrir félagið í sumar og er það félaginu mikils virði að eiga slíka sjálfboðaliða innan sinna raða.
Verðlaunahafar á uppskeruhátíðinni 2019 voru:
5. fl. karla
MESTU FRAMFARIR: Valdimar Porca
BESTI LEIKMAÐURINN: Viktor Bjarki Daðason
5.fl. kvenna
MESTU FRAMFARIR: Katla Sól Arnarsdóttir
BESTI LEIKMAÐURINN: María Kristín Arnarsdóttir
4.fl. karla
MESTU FRAMFARIR: Nikulás Ásmundarson
BESTI LEIKMAÐURINN: Mikael Trausti Viðarsson
3.fl. karla
MESTU FRAMFARIR: Fannar Karl Ársælsson
BESTI LEIKMAÐURINN: Dagur Margeirsson
Framdómari ársins
Finnlaugur Pétur Helgason
Eiríksbikarinn
Sigfús Árni Guðmundsson
Til hamingju og takk fyrir tímabilið.
Fleiri myndir frá uppskeruhátíðinni má sjá á Facebooksíðu Fram knattspyrna