Yngri landslið l HR mælingar og Afreksmaður framtíðarinnar
HSÍ hefur valið hópa fyrir öll yngri landslið Íslands í handbolta. Föstudaginn 27. sept. fara öll yngri landslið HSÍ í mælingar á vegum Háskólans í Reykjavík og daginn eftir (lau. 28. sept.) fer fram Afreksmaður framtíðarinnar, fyrirlestraröð HR og HSÍ. Þar gefst okkar landsliðsfólki kostur á að hlusta á stutta en fjölbreytta fyrirlestra sem styðja þau í sinni vegferð sem afreksfólk framtíðarinnar.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga átta fulltrúa í þessu landsliðshópum Íslands en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
U-18 ára landslið kvenna
Daðey Ásta Hálfdánsdóttir FRAM
U-16 ára landslið kvenna
Sara Xiao FRAM
U-16 ára landslið karla
Breki Hrafn Árnason FRAM
Eiður Rafn Valsson FRAM
Kjartan Júlíusson FRAM
Sigfús Árni Guðmundsson FRAM
Tindur Ingólfsson FRAM
Torfi Geir Halldórsson FRAM
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM