
Kvennalið FRAM í Blaki hóf um helgina leik á Íslandsmótinu í blaki. Stelpurnar leika í 6. deild og er móta fyrirkomulagið þannig að leiknar eru þrjár turneringar, 3 helgar í vetur.
Um helgina fór fram fyrsta umferðin á Íslandsmótinu og var leikið á Hvammstanga. Liðið spilaði 5 leik, sigraði þrjá leiki en tapaði tveimur sem verður að teljast gott. Liði endaði því í 3 sæti eftir þessa fyrstu umferð sem er mjög góður árgangur og ljóst að stelpurnar ætla sér meira í vetur.
Undanfarin ár hefur FRAM haldið úti æfingum í blaki karla og kvenna. Hafa þessi lið eingöngu tekið þátt á öldungamótum fram að þessu en í ár skráði kvennalið FRAM sig til leiks á Íslandsmótið í blaki sem verður að teljast til tíðinda því FRAM hefur ekki átt kvennalið í blak í marga áratugi.
Það kemur fram í bókinn “FRAM í 80 ár” að FRAM hafi telft fram liðið árið 1983 svo þetta er ekki fyrsta kvennaliðið sem tekur þátt í Íslandsmóti á vegum FRAM en fréttaritari þarf að skoða þá sögu betur.
Það kemur reyndar líka fram að það lið hafi ekki unnið hrinu þau tvö ár sem liðið spilaði svo kannski eru þetta fyrstu sigrar FRAM kvenna á Íslandsmótið í sögunni, hver veit ?
Það verður því spennandi að fylgjast með blak stelpunum okkar í vetur, til hamingju stelpur með þennan fína árangur um helgina.
ÁFRAM FRAM