Knattspyrnudeild Fram hefur samið við markvörðinn Ólaf Íshólm Ólafsson til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2021.Ólafur er Frömurum að góðu kunnur en hann lék með liðinu á síðastliðnu tímabili á láni frá Breiðabliki. Alls lék Ólafur 13 leiki með Fram í deild og bikar áður en Blikar kölluðu hann aftur til sín í byrjun júlí.Það er mikið gleðiefni að endurheimta Ólaf sem stimplaði sig vel inn í Framliðið síðasta sumar og bar m.a. fyrirliðabandið í nokkrum leikjum.Ólafur sem er 24 ára gamall er uppalinn Fylkismaður og á að baki 30 leiki í efstu deild með Fylki og Breiðablik. Þá hefur hann leikið tvo leiki fyrir yngri landslið Íslands.Velkominn Óli!