fbpx
Óli (2)

Ólafur Íshólm til Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur samið við markvörðinn Ólaf Íshólm Ólafsson til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2021. Ólafur er Frömurum að góðu kunnur en hann lék með liðinu á síðastliðnu tímabili á láni frá Breiðabliki.  Alls lék Ólafur 13 leiki með Fram í deild og bikar áður en Blikar kölluðu hann aftur til sín í byrjun júlí. Það er mikið gleðiefni að endurheimta Ólaf sem stimplaði sig vel inn í Framliðið síðasta sumar og bar m.a. fyrirliðabandið í nokkrum leikjum. Ólafur sem er 24 ára gamall er uppalinn Fylkismaður og á að baki 30 leiki í efstu deild með Fylki og Breiðablik.  Þá hefur hann leikið tvo leiki fyrir yngri landslið Íslands. Velkominn Óli!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!