fbpx
Afstöðumynd.dgn

Skóflustunga að Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal, þriðjudaginn 12. nóv. kl. 15:00

Ágætu FRAMarar

Á þriðjudag 12. nóv. kl. 15:00 mun Borgarstjórinn í Reykjavík ásamt nokkrum börnum í FRAM taka skóflustungu að nýrri Íþróttamiðstöð FRAM Úlfarsárdal.

Þetta er gríðarlega merkilegur áfangi í sögu FRAM og nú hefst enn einn nýr kafli í þessari sögu.

Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir alla íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals sem núna fá loksins að sjá glæsilega aðstöðu fyrir íþróttir rísa í hverfinu.

Okkur langar að hvetja alla FRAMarar,  íbúa í Grafarholti,  Úlfarsárdal og þá sérstaklega okkar iðkendur til að mæta í Úlfarsárdalinn, við gervigrasið á þriðjudag kl. 15:00.

Hvetjum alla okkar iðkendur til að mæta í FRAMfötum og mála dalinn bláann, mikilvægt að mæta í FRAMfötum 😊

Eftir skóflustunguna verður boðið upp á veitingar í FRAM kotinu, félagsaðstöðu FRAM í Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 122  v/Dalskóla.

Vonumst til að sjá sem flesta FRAMarar á svæðinu.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!