fbpx
Afstöðumynd.dgn

Skóflustunga að Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal, þriðjudaginn 12. nóv. kl. 15:00

Ágætu FRAMarar

Á þriðjudag 12. nóv. kl. 15:00 mun Borgarstjórinn í Reykjavík ásamt nokkrum börnum í FRAM taka skóflustungu að nýrri Íþróttamiðstöð FRAM Úlfarsárdal.

Þetta er gríðarlega merkilegur áfangi í sögu FRAM og nú hefst enn einn nýr kafli í þessari sögu.

Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir alla íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals sem núna fá loksins að sjá glæsilega aðstöðu fyrir íþróttir rísa í hverfinu.

Okkur langar að hvetja alla FRAMarar,  íbúa í Grafarholti,  Úlfarsárdal og þá sérstaklega okkar iðkendur til að mæta í Úlfarsárdalinn, við gervigrasið á þriðjudag kl. 15:00.

Hvetjum alla okkar iðkendur til að mæta í FRAMfötum og mála dalinn bláann, mikilvægt að mæta í FRAMfötum 😊

Eftir skóflustunguna verður boðið upp á veitingar í FRAM kotinu, félagsaðstöðu FRAM í Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 122  v/Dalskóla.

Vonumst til að sjá sem flesta FRAMarar á svæðinu.

Knattspyrnufélagið FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!