





Arnar Pétursson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til æfinga fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Færeyjum. Leikirnir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði 23. og 24. nóvember nk.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga sex leikmenn í þessum landsliðshópi Íslands en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Hafdís Renötudóttir FRAM
Perla Ruth Albertsdóttir FRAM
Ragnheiður Júlíusdóttir FRAM
Karen Knútsdóttir FRAM
Þórey Rósa Stefánsdóttir FRAM
Steinunn Björnsdóttir FRAM
Gangi ykkur vel. ÁFRAM FRAM