fbpx
Gummi Páls vefur

Guðmundur Helgi Pálsson hættir sem þjálfari mfl. karla í handbolta

Handknattleiksdeild Fram og Guðmundur Helgi Pálsson hafa komist að samkomulagi um að Guðmundur stígi til hliðar sem þjálfari meistaraflokks karla.

Við viljum þakka Guðmundi fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar undanfarin ár.

Guðmundur tók við liðinu í júlí 2016 á mjög erfiðum tímum og náði að byggja upp lið á undraverðan hátt eftir að margir leikmenn yfirgáfu félagið. Hann kom liðinu meðal annars í undanúrslit Íslandsmótsins tímabilið 2016 – 2017 og svo í úrslit í bikarkeppni árið eftir.

Handknattleiksdeild Fram þakkar Guðmundi vel unnin störf og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.

Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM
Bjarni Kristinn Eysteinsson
Formaður

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!