fbpx
Bjarni og Halldór vefur

Halldór J. Sigfússon ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Bjarni Kristinn og Halldór Jóhann

Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna um ráðningu Halldórs J. Sigfússonar í starf þjálfara meistarflokks karla. Halldór Jóhann var síðast U-21 landsliðþjálfari Barein en starfar í dag sem aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna sem og að þjálfa yngri landslið.

Halldór spilaði með Fram á árunum 2007 – 2012 eða í 5 tímabil og spilaði vel yfir 100 leiki. Hann þjálfaði meistaraflokk kvenna með góðum árangri á árunum 2012 – 2014 þar sem hann meðal annars gerði liðið að Íslandsmeisturum vorið 2013. Halldór þjálfaði karlalið FH á árunum 2014-19. Hann gerði FH-inga meðal annars að bikar- og deildarmeisturum og þá komst liðið tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn undir hans stjórn.

Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM
Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!