Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna um ráðningu Halldórs J. Sigfússonar í starf þjálfara meistarflokks karla. Halldór Jóhann var síðast U-21 landsliðþjálfari Barein en starfar í dag sem aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna sem og að þjálfa yngri landslið.
Halldór spilaði með Fram á árunum 2007 – 2012 eða í 5 tímabil og spilaði vel yfir 100 leiki. Hann þjálfaði meistaraflokk kvenna með góðum árangri á árunum 2012 – 2014 þar sem hann meðal annars gerði liðið að Íslandsmeisturum vorið 2013. Halldór þjálfaði karlalið FH á árunum 2014-19. Hann gerði FH-inga meðal annars að bikar- og deildarmeisturum og þá komst liðið tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn undir hans stjórn.
Fyrir hönd stjórnar handknattleiksdeildar FRAM
Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður