fbpx
Fram 1

Vel heppnað Jólamót Fram og KIA

Jólamót Fram og KIA fyrir 6. flokk karla í knattspyrnu var haldið í Egilshöll laugardaginn 7. desember.  Þetta mót hefur fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður í starfi knattspyrnudeildar Fram ár hvert.  Í ár var metþátttaka en alls voru 105 lið frá 9 félögum skráð til leiks og heildarfjöldi þátttakenda um 600 talsins.  Gleðin skein úr hverju andliti og mótið fór í alla staða afar vel fram.

Það er ljóst að mót af þessari stærðargráðu verður ekki haldið nema með aðkomu fjölda sjálfboðaliða.  Dómsgæsla var í höndum eldri iðkenda og stór hópur foreldra tók þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins; afgreiddu í sjoppunni, stilltu upp mörkum og merktu velli, útveguðu þátttökuverðlaun o.s.frv.  Starf sjálfboðaliða er öllum íþróttafélögum gríðarlega mikilvægt og eiga allir sem aðstoðuðu á Jólamóti Fram og KIA miklar þakkir skildar.



Knattspyrnudeild Fram þakkar jafnframt bakhjörlum mótsins kærlega fyrir stuðninginn en þeir voru KIA, Hamborgarafabrikkan, Danól og Leikspjöld.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!