Fréttatilkynning: Fram, fyrsta íslenska íþróttafélagið til að gefa út jólalag.⭐️
🎅FRAM að jólum🎅
Handboltastrákarnir í FRAM ákváðu í sameiningu fyrir nokkrum mánuðum síðan að henda í eitt jólalag. Heimildarmenn sem hópurinn hefur talað við segja að FRAM sé fyrsta íþróttafélagið á Íslandi, mögulega í heimi sem gefur út sitt eigið jólalag! Ef satt reynist, þá er það eitthvað sem verður aldrei hægt að taka af félaginu!
Uppskriftin er ekki flókin. Ítalskt lag, góður texti og nokkrir gullbarkar!
Linkur: https://www.youtube.com/watch?v=9Oh1GjytD-g&feature=youtu.be
Í tilefni lagsins ætlum við að henda í smá “Like, deila og tagga” leik. Like-aðu FRAM handbolti, deildu þessu innleggi og taggaðu einstakling/a sem þið hlakkið til að deila jólunum með.
Þú gætir unnið:
*Gjafabréf upp á gistingu frá Hótel Eyjum
*Áritaða FRAM treyju
*Kassa af Hleðslu
*Kassa af Kraft súkkulaði
*Kassa af Collab
*Árskort FRAM