Hið bráðefnilega lið 5. fl. kvenna hjá Fram hélt í morgun til Svíþjóðar á Norden Cup þar sem liðið mun næstu daga etja kappi við bestu lið Norðurlanda í sínum aldursflokki.
Við Framarar erum afar stoltir af stelpunum og óskum þeim góðs gengis á þessu sterka móti.
Þjálfarar stúlknanna eru þær Hafdís Shizuka Iura og Ragnheiður Júlíusdóttir.
Áfram Fram!
P.s Hægt er lesa allt um mótið hér https://www.norden-cup.se/