fbpx
Steinunn vefur

Steinunn Björnsdóttir íþróttamaður FRAM 2019

Steinunn Björnsdóttir var í dag valinn íþróttamaður/kona Fram 2019

Steinunn er fædd árið1991, er uppalin í Fram og spilaði upp alla yngri flokka Fram.

Steinunn hóf að leika með meistaraflokki Fram veturinn 2009 – 2010 og hefur nú leikið hátt í 300 leiki með meistaraflokki Fram.

Steinunn hefur síðan þá varla misst úr leik með meistaraflokki og verið lykil leikmaður í sterku kvenna liði Fram.

Steinunn hefur átt sæti í landsliði Íslands og á að baki 35 landsleik.

Steinunn er fyrirmyndarleikmaður og Framari.  Leggur sig alltaf fram á æfingum, í leikjum og dregur aðra leikmenn með sér.  Leikmaður sem gerir samherja sína betri. Steinnunn er því góður fulltrúi glæsilegra íþróttakvenna í Fram.

Þetta er í þriðja sinn sem Steinunn er valinn íþróttamaður/kona Fram en hún var einnig valinn árið 2016 og 2018.

Til hamingju Steinunn Björnsdóttir

ÁFRAM FRAM

Myndir úr hófinu koma hérna http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!