Knattspyrnufélagið FRAM leitar nú að öflugu fólki til að taka að sér umsjón íþróttaskóla FRAM frá
og með janúar 2020.
Það er mikill kostur að viðkomandi hafi reynslu af íþróttastarfi og starfi með börnum. Einnig að viðkomandi hafi lokið námi í íþróttafræðum eða leggi stund á slíkt nám.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Þór íþróttastjóra (toti@fram.is) eða Daða íþróttafulltrúa (dadi@fram.is).
Nánar um íþróttaskóla FRAM.
Íþróttaskóli FRAM fyrir börn á aldrinum 18 mánaða – 5 ára hefur verið starfræktur í Grafarholti um langt árabil.
Í íþróttaskólanum kynnast börnin íþróttum á skemmtilegan
og fjölbreyttan hátt. Börnin æfa grófhreyfingar, jafnvægi, styrk, úthald og
líkamsvitund. Þau læra hópleiki og reglur í þeim og styrkja með því félagsfærni
sína. Auk alls þessa er íþróttaskólinn skemmtileg samverustund foreldra og
barns.
Haldin eru tvö 12 vikna námskeið á ári hverju. Annað að
hausti (september-nóvember) og hitt að vori (janúar-apríl). Námskeiðið fer fram
á laugardagsmorgnum í íþróttahúsi Ingunnarskóla.
Knattspyrnufélagið FRAM