Valinn hefur verið úrtakshópur Íslands sem tekur þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla. Æfingarnar fara fram í Skessunni (FH) 8. – 10. janúar næstkomandi undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum úrtakshópi en Sigfús Árni Guðmundsson var valinn frá FRAM að þessu sinni.
Sigfús Árni Guðmundsson FRAM
Gangi þér vel Sigfús.
ÁFRAM FRAM