fbpx
Lena gegn Val vefur

Lena Margrét Valdimarsdóttir framlengir við Fram!

Lena Margrét hefur framlengt samning sinn um 2 ár eða fram til júní 2022.

Lena Margrét er efnilegasti leikmaður landsins í sinni stöðu og er eins og svo margar aðrar góðar uppalin í Fram. Hún hefur spilað frábærlega í vetur bæði í Olís-deildinni sem og Grill66-deildinni þar sem hún hefur farið hamförum og skorað ein 130 mörk og verið besti leikmaður deildarinnar að öðrum ólöstuðum. En lið Fram-U hefur sigrað alla 12 leiki sína í deildinni til þessa.
Lena Margrét hefur spilað í öllum yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valin í æfingahóp landsliðsins.

Til hamingju Framarar og til hamingju Lena Margrét Valdimarsdóttir.

Framtíðin er björt!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!