fbpx
Lena gegn Val vefur

Lena Margrét Valdimarsdóttir framlengir við Fram!

Lena Margrét hefur framlengt samning sinn um 2 ár eða fram til júní 2022.

Lena Margrét er efnilegasti leikmaður landsins í sinni stöðu og er eins og svo margar aðrar góðar uppalin í Fram. Hún hefur spilað frábærlega í vetur bæði í Olís-deildinni sem og Grill66-deildinni þar sem hún hefur farið hamförum og skorað ein 130 mörk og verið besti leikmaður deildarinnar að öðrum ólöstuðum. En lið Fram-U hefur sigrað alla 12 leiki sína í deildinni til þessa.
Lena Margrét hefur spilað í öllum yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valin í æfingahóp landsliðsins.

Til hamingju Framarar og til hamingju Lena Margrét Valdimarsdóttir.

Framtíðin er björt!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0