Knattspyrnudeild Fram auglýsir eftir þjálfara í sameiginlegt starf þjálfara meistaraflokks kvenna og yfirþjálfara kvenna.
Fram flytur á næstu árum í glæsilega aðstöðu í Úlfarsárdal en hefur þegar hafið flutning kvennaflokka þangað. Starf yfirþjálfara snýr að uppbyggingu kvennaknattspyrnu í Úlfarsárdal og Grafarholti ásamt þjálfun á amk. einum yngri flokki. Einnig er Fram að byrja aftur með meistaraflokk kvenna og þarf öflugan þjálfara til að ýta því starfi úr vör.
Umækjendur þurfa að hafa UEFA A þjálfaragráðu eða vera í ferli með hana. Hafa reynslu af þjálfun kvennaflokka og vera frambærilegir í ræðu og riti. Almenn tölvukunnátta þarf að vera í lagi.
Fram hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
Allar nánari upplýsingar gefur Kolbrún Ósk Eyþórsdóttir formaður mfl.ráðs kvenna, kolbrunosk89@gmail.com. Umsóknum skal skilað á sama netfang fyrir 1. febrúar.